Select Page

Verið hjartanlega velkomin

Ullarhringurinn

www.hespa.is

Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um gömlu litunar- hefðina og kíkja í litunarpottana. Mikið úrval af jurta- lituðu bandi til sölu ásamt pökkum með uppskriftum að ákveðnum verkefnum í hekli eða prjóni.

Staðsetning

www.thingborg.net

Einstök verslun með hágæða handunnar ullarvörur
úr sérvalinni lambaull. Lopapeysur og aðrar prjónavörur, handlitað band og lopi.

Staðsetning

www.uppspuni.is

Upphafið að góðri flík. Framleiðum undurmjúkt 100% íslenskt ullargarn af okkar kindum. Einstök upplifun í fræðandi ferð um ullarvinnslu frá reifi í ullarband eða heimsókn í garnbúð þar sem ýmislegt fæst fleira en garn.

Staðsetning

www.skalholt.is

Skálholt – töfrandi staður í Biskupstungum Við þjónum okkar gestum af alúð með góðum veitingum. Hráefni úr héraði. Notaleg gisting í Skálholtsskóla og leiðsögn um
einn þekktasta og helgasta sögustað Íslands. Góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur.

Staðsetning

Ullarupplifun

Ullarhringurinn

Ullarhringurinn á Suðurlandi tengist hinum vinsæla Gullna hring þar sem finna má Gullfoss og Geysi.
Á Ullarhringnum er hægt að sameina upplifun á einstakri náttúru og hágæða íslensku handverki.
Á Suðurlandi eru rekin metnaðarfull fyrirtæki sem eiga
það sameiginlegt að nota ullina á umhverfisvænan og sjálf-bæran hátt og gera henni hátt undir höfði. Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa þar sem gestum býðst að fræðast um litunarhefðina og kíkja í litunarpottana. Ullarverslunin Þingborg selur sérunninn lopa og ullarband og handunnar prjónavörur í sérflokki. Uppspuni framleiðir íslenskt ullar-band í fjölskyldurekinni smáspunaverksmiðju og Skálholt er höfuðból að fornu og nýju og tengir þessa tvo hringi saman. Þar er í boði gisting og veitingasala og geta ferðalangar notið veitinga í fallegu umhverfi umvafin íslenskri menningarsögu.